A A A

Nýr deild­ar­stjóri við Fram­halds­deild FSN á Patreks­firði

Gengið hefur verið frá ráðningu á nýjum deildarstjóra við Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði.
Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir var ráðin í stöðuna og tekur hún til starfa 15.ágúst.

 

Ólafur Þór verður áfram sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

Ráðningin innsigluð með handabandi oddvita og sveitarstjóra. 
23.06.2022.
Ráðningin innsigluð með handabandi oddvita og sveitarstjóra. 23.06.2022.

Á 593. fundi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fór fram fimmtudaginn 23. júní s.l. var samþykkt samhljóða að ráða Ólaf Þór Ólafsson áfram sem sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og gildir ráðningin út kjörtímabilið 2022-2026.

 

Ólafur Þór tók við starfi sveitarstjóra hjá Tálknafjarðarhreppi vorið 2020 og mun halda áfram að sinna embættinu næstu ár. Hann hefur víðtæka og langa reynslu af sveitastjórnarstiginu bæði sem kjörinn fulltrúi og embættismaður auk þess að hafa starfað sem tónlistamaður og kennari.

Strandsvæðisskipulag Vestfjarða 2022

Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Vestfjarða 2022 sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018.
 

Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri. Nú stendur Skipulagsstofnun fyrir kynningarfundum um skipulagstillöguna, sem verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

  • Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, 22. júní nk. kl. 12:00-13:30

  • Félagsheimilinu Bolungarvík, 22. júní nk. kl. 16:30-18:00

  • Hnyðju í Þróunarsetrinu á Hólmavík, 23. júní nk. kl. 16:30-18:00

Öll sem hafa áhuga eru hvött til að koma og kynna sér tillöguna og taka þátt í umræðum.
 

Skipulagstillöguna ásamt frekari upplýsingum um kynningartíma og frest til að koma að athugasemdum er aðgengileg á www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar.
 

Svæðisráð Vestfjarða

Kynningarfundur vegna Strandsvæðiskipulags Vestfjarða frestast til miðvikudags

Þar sem ekki var hægt að lenda á Bíldudalsflugvelli í dag þarf að fresta kynningarfundi vegna Strandsvæðisskipulags Vestfjarða sem var fyrirhugaður nú seinnipartinn í dag. Fundurinn mun í staðinn fara fram á morgun, miðvikudaginn 22. júní, í Baldurshaga á Bíldudal og hefjast kl. 12:00.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðunni hafskipulag.is sem og hér:
 

http://talknafjordur.is/frettir/Kynningarfundur_um_tillogu_ad_strandsvaedisskipulagi_a_Vestfjordum_-_Bildudal/

 

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 593. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, fimmtudaginn 23. júní 2022 og hefst kl. 18:00.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Yfirlýsing frá bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps varðandi Breiðafjarðarferjuna Baldur

Enn og aftur berast fréttir af bilun í Breiðafjarðarferjunni Baldri með yfir hundrað manns um borð. Margoft hefur verið bent á það öryggisleysi sem fylgir því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hefur ítrekað bilað. Að leggja líf fólks í hættu við að sigla með þessu skipi er algjörlega óboðlegt og á ekki að líðast með nokkru móti. Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar hafa ítrekað sent frá sér yfirlýsingar um ónægju sína með ástand mála, átt marga fundi með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar og rætt við samgönguyfirvöld um úrbætur en enn bilar Baldur. Nú er nóg komið og stjórnvöld verða að bregðast við með tafarlausum úrbótum.

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón