A A A

Hefur þú áhuga á að starfa í nefndum sveitarfélagsins?

Ágætu íbúar Tálknafjarðar.

Nú er tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið okkar hér í Tálknafirði. Á fyrsta fundi sveitarstjórnar sem stefnt er á að verði haldinn fimmtudaginn 02.júní verður skipað í nefndir sveitarfélagsins. Hér með eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við nýja sveitarstjórnarmenn eða skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og láta vita af áhuga á að starfa í einhverri af nefndum sveitarfélagsins. Þær má finna á síðu sveitarfélagins á þessari slóð: http://talknafjordur.is/stjornsyslan/nefndir_og_rad/
 

Við viljum hvetja bæði konur og karla til að taka þátt í nefndarstörfum því jafnréttissjónarmið ber að hafa í huga við alla nefndarskipan. Það þarf að skipa bæði aðalmenn og varamenn svo þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast starfsemi nefndanna og hafa áhrif á samfélagið okkar.
 

Hlökkum til samstarfsins á nýju kjörtímabili.

Tilvonandi sveitarstjórn

Guðlaugur Jónsson, Jenný Lára Magnadóttir, Jóhann Örn Hreiðarsson, Jón Ingi Jónsson og Lilja Magnúsdóttir.

Niðurstaða endurtalningar vegna sveitarstjórnakosninga

Í framhaldi af beiðni sem kjörstjórn Tálknafjarðarhepps barst var ákveðið að framkvæma endurtalningu atkvæða vegna sveitarstjórnarkosninga 2022. Endurtalningin var framkvæmd þriðjudagskvöldið 24. maí 2022. Endurtalning staðfesti fyrri talningu þannig að tilkynning kjörstjórnar um niðurstöðu kosninga til sveitarstjórnar Tálknarfjarðarhrepps sem var birt á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps 15. maí 2022 stendur óbreytt.

Fyrir hönd kjörstjórnar Tálknafjarðarhrepps,

Pálína Kristín Hermannsdóttir, formaður.

Sveitarstjórnarkosningar 2022


Endurtalning atkvæða þriðjudaginn 24. maí 2022

 

Á fundi sínum 20. maí 2022 samþykkti kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps að verða við beiðni um endurtalningu atkvæða vegna sveitastjórnarkosninga 2022.

 

Endurtalningin fer fram í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar þriðjudaginn 24. maí 2022 og hefst kl. 17:00. Talningin fer fram fyrir opnum dyrum í samræmi við 100. grein kosningalaga nr. 112/2021 og verður niðurstaða endurtalningar birt á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps þegar hún liggur fyrir.

 

Fyrir hönd kjörstjórnar Tálknafjarðarhrepps,

Pálína Kristín Hermannsdóttir, formaður.

 

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð fimmtudaginn 19. mai og föstudaginn 20. maí, vegna leyfa starfsfólks.

Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 23 mai.

Hægt er að senda erindi á talknafjordur@talknafjordur.is

 

Kveðja, starfsfólk skrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

Deildarstjóri í Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði

Staða deildarstjóra við Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði er laus til umsóknar. Deildarstjóri á Patreksfirði er nemendum til aðstoðar og stuðnings. Deildarstjórinn hefur umsjón með nemendum, aðstoðar þá í náminu og í samskiptum við kennara ef á þarf að halda. Starfið felst m.a. í umsjón með daglegri starfsemi deildarinnar og aðstoð við nemendur, en þeir stunda dreifnám frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Viðkomandi fylgir nemendum í námsferðir til Grundarfjarðar, en þangað er farið að jafnaði þrisvar sinnum á önn. Leitað er að einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfileika og er lipur í samskiptum. Háskólamenntun æskileg. Einnig er mikilvægt að viðkomandi sé fljótur að tileinka sér nýjungar og sé vel tölvufær. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða íslenskukunnáttu.

...
Meira

Niðurstaða sveitarstjórnakosninga í Tálknafjarðarhreppi 2022

Í Tálknafjarðarhreppi fóru fram óbundnar kosningar til sveitarstjórnar þann 14. maí 2022. Á kjörskrá voru 189, alls greiddu 138 atkvæði og var kjörsókn 73%. Auðir seðlar voru 5, engir seðlar voru ógildir. Atkvæði voru nokkuð dreifð og því tók talning nokkuð langan tíma. Varpa þurfi hlutkesti um fimmta sæti aðalmanns þar sem tveir einstaklingar fengu jafn mörg atkvæði sem fimmti aðalmaður.

 

Úrslit eru eftirfarandi:

Aðalmenn:

Jóhann Örn Hreiðarsson, 72 atkvæði.

Lilja Magnúsdóttir, 67 atkvæði.

Jenný Lára Magnadóttir, 57 atkvæði.

Guðlaugur Jónsson, 44 atkvæði.

Jón Ingi Jónsson, 43 atkvæði.

 

Varamenn:

1. Marinó Bjarnason.

2. Magnús Óskar Hálfdánsson.

3. Jónas Snæbjörnsson.

4. Fjölnir Freysson.

5. Guðlaug A. Björgvinsdóttir.



            Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps.

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón