A A A

Móttaka á nýjum bát Sjótækni

Sjótækni ehf býður öllum Tálknfirðingum að koma og skoða nýja vinnubátinn okkar sem var að koma frá Noregi. Báturinn ber nafnið Valur og liggur við flotbryggjuna  í Tálknafjarðarhöfn.
Við bjóðum ykkur að koma og skoða bátinn milli kl. 16:00 og 18:00 í dag, föstudag og þiggja veitingar.
 

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

 

Kjartan J. Hauksson, framkvæmdastjóri
 

Samráðsfundur um stöðu samgöngumála á Vestfjörðum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Vestfjarðastofa bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála mánudaginn 22. mars kl. 10:00–12:00.
 

Á fundinum verður fjallað um samgöngumál á Vestfjörðum, helstu áskoranir og tækifæri og valkosti til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum.
 

Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku á skráningarsíðu fundarins. Allir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.

Sjá nánar á vefsíðu Vestfjarðarstofu: https://www.vestfirdir.is/is/vestfjardastofa

Allar leiðir lokaðar

Ferj­an Bald­ur vél­ar­vana á Breiðafiði
Ferj­an Bald­ur vél­ar­vana á Breiðafiði

Á 570. fundi sínum í gærkvöldi gerði sveitarstjórn eftirfarandi bókun í framhaldi af því að ferjan Baldur bilaði á siglingu yfir Breiðafjörð:

 

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps harmar það ástand sem upp er komið varðandi bilun í ferjunni Baldri í dag, 11.03.2021 þegar ferjan varð vélarvana um 10 sjómílur frá Stykkishólmi með fjölda farþega um borð. Nú eru allar leiðir til og frá sunnanverðum Vestfjörðum lokaðar þar sem Klettsháls er ófær og ekki hefur verið flogið á Bíldudal í tvo daga. Þetta óöryggi í samgöngum er algjörlega óásættanlegt.

 

Aðeins er ein aðalvél í ferjunni Baldri og eftir bilun ferjunnar síðastliðið sumar hefur ítrekað verið bent á þennan öryggisbrest í siglingum yfir Breiðafjörð á fundum með Vegagerðinni. Að auki hefur ítrekað verið bent á nauðsyn þess að efla vetrarþjónustu á Vestfjarðavegi 60.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps krefst þess að Vegagerðin og samgönguyfirvöld bregðist við þessari stöðu nú þegar og útvegi aðra ferju sem hentar til siglinga á Breiðafirði án þess að öryggi farþega sé stefnt í hættu á meðan ástand vega er jafn slæmt og raun ber vitni.

 

Jafnframt krefst sveitarstjórnin þess að Vegagerðin auki þjónustu sína í vetrarmokstri á Klettshálsi og öðrum fjallvegum nú þegar, þannig að hægt verði að tryggja öruggar samgöngur við svæðið.

 

Bilun í ferjunni Baldri

Vélarbilun hefur komið upp í ferjunni Baldri þar sem skipið er um 10 sjómílur frá Stykkishólmi. Um borð eru 20 farþegar auk 8 manna áhafnar. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson sem statt er á móts við Grundarfjörð er nú á leið til Baldurs auk varðskipsins Þórs. Sæferðir vinna nú að aðgerðum með Landhelgisgæslunni og en gert er ráð fyrir að skipið verði dregið í Stykkishólm.
 
Það er ljóst að einhvern tíma mun taka að koma skipinu í Hólminn. Veður er ekki gott á staðnum og fer versnandi og Landhelgisgæslan býr sig undir það ásamt okkar fólki. Það er einnig ljóst að ferðir Baldurs í dag og næstu daga mun falla niður.
www.saeferdir.is

Gámavellir opnir á laugardaginn

Laugardaginn 13. mars 2021 verða Gámavellir opnir á milli kl. 14:00 og 16:00. Á þessum tíma verður tekið á móti flokkuðum úrgangi frá íbúum og fyrirtækjum.

Fólk er minnt á að hafa klippikort með sér þegar farið er með úrgang á Gámavelli. Vanti klippikort er bent á að hafa samband við skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 eða í síma 450-2500.

 

Ferjan Baldur, aukaferð 11. mars

Baldur mun sigla aukaferð fimmtudaginn, 11. mars 2021.
Brottför frá Stykkishólmi 09:00
Brottför frá Brjánslæk 12:00

Ekki er stoppað í Flatey í þessari aukaferð.
Seinni ferð dagsins verður svo samkvæmt áætlun.
Mikilvægt er að bóka í ferðir Baldurs til að tryggja pláss.

www.saeferdir.is

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón