A A A

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 572. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38 miðvikudaginn 21. apríl 2021 og hefst kl. 17:00.

Um er að ræða aukafund sem er boðaður í samræmi við 2.mgr. 8.gr. og 2.mgr. 9. gr. Samþykkta um stjórn Tálknafjarðarhrepps nr. 1280/2013.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri


Rafmagnsleysi á Tálknafirði 19. -23. apríl

Næstkomandi mánudag 19. apríl verður að taka rafmagnið af Tálknafirði milli 15 og 18 í u.þ.b klukkustund. Þetta er vegna vinnu OV við rofaskipti á Keldeyri.

 

Áætlað er að verkinu ljúki á miðvikudeginum, 21.apríl , og þarf þá aftur að taka rafmagnið af bænum í stutta stund. Nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir eins og er en hún verður gefin út eins fljótt og hægt er.

 

Yfirflokkstjóri og flokksstjóri hjá Vinnuskóla Tálknafjarðahrepps 2021

Yfirflokksstjóri:
Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga. Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri

 

Flokksstjóri:
Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstakling sem á gott með að vinna með öðrum, hefur frumkvæði, er góð fyrirmynd, stundvís, metnaðarfullur og samviskusamur. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu. Viðkomandi skal hafa náð 18 ára aldri.

 

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2021.

 

Um er að ræða sumarstörf og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband Íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknum skal skilað á sveitarskrifstofuna eða á netfangið arnheidur@vesturbyggd.is

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps á þessari slóð:

http://talknafjordur.is/skrar_og_skjol/skra/283/

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 571. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 8. apríl 2021. Fundurinn fer fram á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 og hefst kl. 18:00.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
 
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri
 

Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður við skólann

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Í skólanum fer fram öflugt og framsækið skólastarf þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er grænfánaskóli og UNESCO skóli.
 

Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
 

Tálknafjarðarskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmönnum með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi. Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:
 

Staða deildarstjóra leikskóla (100% starfshlutfall)

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra

  • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni

  • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar

  • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá

  • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla

  • Reynsla af kennslu á leikskólastigi

  • Reynsla af deildarstjórn æskileg

  • Góð íslenskukunnátta

  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Hefur hreint sakarvottorð

 

Staða leikskólakennara (100% starfshlutfall)

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans og Tálknafjarðarhrepps undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla

  • Reynsla af kennslu á leikskólastigi

  • Góð íslenskukunnátta

  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Hefur hreint sakarvottorð

 

Staða leikskóla-og skólaliða á leik- og grunnskólastigi  (50-100% starfshlutfall)

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Að sinna gæslu barna á leik og grunnskólaaldri

  • Aðstoða nemendur í leik og starfi og leiðbeina þeim í samskiptum við aðra nemendur og starfsfólk skólans

  • Vinna í eldhúsi ss. undirbúningur og framreiðsla í matar- og kaffitímum, uppvask og frágangur

  • Að sinna öðrum verkum sem yfirmaður felur

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Nám fyrir leikskólaliða eða skólaliða er æskileg

  • Almenn víðtæk menntun

  • Reynsla af starfi með börnum

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi

  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum

  • Góð íslenskukunnátta

  • Hefur hreint sakarvottorð

 

Staða stundakennara (15-50% starfshlutfall). Stærðfræðikennsla og verkgreinakennsla

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

  • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakarvottorð

 

Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
 

Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.
 

Umsókn sendist á talknafjardarskoli@talknafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Fáist ekki menntaður kennara í stöðu sem auglýst er, er heimilt að auglýsa stöðuna aftur eða ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin. Ráðið verður í kennarastöðurnar frá 1. ágúst 2021 en leikskólaliða/skólaliðastöðu frá og með 16. ágúst 2021.
 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri, í síma 456-2537, netfang: skolastjori@talknafjordur.is
 

Umsóknarfrestur er til og með 12.04 2021
 

Starfsfólk óskast

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina í sumar.

Störf sundlaugarvarða
felast í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum, 2-2-3.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og ekki er verra að hafa dálítið frumkvæði.
Æskilegt er að umsækjandi tali amk eitt tungumál auk íslenskunnar.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18. ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.

Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá samkvæmt 4. málsgrein 10. greinar Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846-4713
eða
sundlaug@talknafjordur.is

Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2021.


Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón