A A A

Tjaldsvæðisvörður óskast

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við tjaldsvæðið.
 

Starf á tjaldsvæði felst í innheimtu og þrifum og er það 100% staða.
Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og ekki er verra að hafa dálítið frumkvæði.
Æskilegt er að umsækjandi tali amk eitt tungumál auk íslenskunnar.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.

Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá samkvæmt 4. málsgrein 10. greinar Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846-4713
eða
sundlaug@talknafjordur.is

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 25. maí. og unnið til 20. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2021.

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps lokuð í dymbilvikunni

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð í dymbilvikunni, þ.e. frá og með mánudeginum 29. mars til og með miðvikudagsins 31. mars 2021.  Skrifstofan mun opna að nýju kl. 10:00 þriðjudaginn 6. apríl.

 

Takmarkanir á skólastarfi

Nú er orðið ljóst samkvæmt nýjustu upplýsingum um hertar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid sem tóku gildi á miðnætti 24. mars að það verður enginn grunnskóli í dag, fimmtudag og föstudag.

Nemendur grunnskóla eru því komnir páskafrí. Næstu upplýsingar er varða skólastarf í skólum eiga að berast 1. apríl næstkomandi og munum við senda út tilkynningu um leið og nýjar reglur verða kynntar.

Leikskóli verður áfram opinn og mun starfsfólk skólans gera sitt besta að sem minnst röskun verði á starfi.

 

Áríðandi tilkynning vegna leikskólastarfs:

Stjórnendur Tálknafjarðarhrepps og stjórnendur Tálknafjarðarskóla vilja koma eftirfarandi á framfæri í kjölfar ákvarðana um hertar samkomutakmarkanir vegna Covid.

Hafi foreldrar/forráðamenn tök á að hafa börn sín heima í stað þess að þau séu í leikskólanum þá er óskað eftir því að deildarstjóra leikskóla sé tilkynnt sú ákvörðun sem fyrst. 

 

Fólk er hvatt til að fylgjast vel með heimasíðu Tálknafjarðarhrepps og Tálknafjarðarskóla ásamt tölvupósti vegna nýrra tilkynninga sem geta borist vegna takmarkanna.

 

Stjórnendur Tálknafjarðarhrepps og stjórnendur Tálknafjarðarskóla


Páskahappdrætti Hörpu

Kvenfélagið Harpa ætlar að vera með páskahappdrætti í ár í stað páskabingós. Dregið verður laugardaginn 27. mars nk. Gengið verður í hús í kvöld og miðar seldir á 1000 kr. stykkið. Eftir það verður svo hægt að versla miða í búðinni hjá Jóhönnu til og með föstud. 26. mars. Margir skemmtilegir og veglegir vinningar.

 

Upplýs­inga­fundur um ferjuna Baldur

Í kjölfar vélabilunar 11. mars hafa komið upp efasemdir um öryggi ferjunnar meðal íbúa á vestfjörðum.
Af því tilefni vilja Sæferðir og Vegagerðin, í samstarfi við Vesturbyggð og Tálknafjörð, boða til íbúafundar á morgun, miðvikudaginn 24. mars kl. 16:00 þar sem Gunnlaugur Grettisson framkvæmdastjóri Sæferða, Halldór Jörgensson forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni og Hjörtur Emilsson skipaverkfræðingur sitja fyrir svörum um þetta mál.
 

Hérna má finna tengil á Teams fund
 

Fundurinn verður tekinn upp og aðgengilegur fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á auglýstum fundartíma.

 

Baldur - seinni ferð mánudagsins 22. mars fellur niður

Farþegar og flutningsaðilar athugið.

Vegna veðurs og öldu hefur því miður verið ákveðið að fella seinni ferð er ferjunnar niður í dag, mánudaginn 22. mars.

Stefnt að því að sigla skv. áætlun á morgun þriðjudag.


www.saeferdir.is

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón