A A A

Hversu mikilvæg er þátttaka íbúa í haf- og strandskipulagi?

1 af 2

MIÐVIKUDAGUR, 5. MAÍ 2021 FRÁ 16:00 TIL 18:00.

 

Rafrænn opinn kynningarfundur um málefnið þar sem íbúar á Vestfjörðum eru hvattir til að taka þátt.
Facebook atburðasíða: https://fb.me/e/BaT9CV2Z
 

Á fundinum flytur Maria Wilke doktorsnemi í skipulagsfræði erindi um Haf- og strandskipulag og mikilvægi þátttöku íbúa í skipulagsferlinu og kynningu þess. Farið verður yfir núverandi stöðu skipulagsmála á Vestfjörðum og boðið uppá spurningar og svör.

Fundurinn er opinn öllum og fer erindi Mariu fram á ensku.
Mikilvægt er að skrá sig hér: https://eu01web.zoom.us/.../u5Eld...

--

Why public participation is important and ways to engage with the process in marine spatial planning?
Open online meeting where locals in the Westfjords are encouraged to attend.
The facebook event page: https://fb.me/e/BaT9CV2Z
 

Maria Wilke, PhD student in planning, will give a talk on Marine spatial planning; Why public participation is important and ways to engage with the process.

State of current planning process in the Westfjords will be presented.

The meeting will end with a Q&A session and further discussion.

The meeting is open for all and will be on Zoom but there is a need for registration through this link: https://eu01web.zoom.us/.../u5Eld...

 

Strandsvæðisskipulag á Vestfjörðum, forsendu- og samráðsskýrslur komnar út

Á vefsíðu Skipulagsstofnunnar kemur fram að gefnar hafa verið út forsendu- og samráðsskýrslur vegna vinnu við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum. Þar er gert grein fyrir fjölbreyttri starfsemi og auðlindanýtingu fer fram á skipulagssvæðinu auk nýtingar til útivistar af ýmsum toga. Þá er fjallað um mikilvæg fuglasvæði og fjöldi selalátra, ásamt svæðum sem vernduð eru vegna gróðurfars, landslags, dýralífs og náttúruminja.

 

Á grundvelli þessara forsendu- og samráðsskýrslna verða á næstu vikum og mánuðum mótaðar tillögur að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum í samræmi við lýsingu verkefnisins. Sú vinna felst meðal annars í gerð mismunandi sviðsmynda um framtíð svæðisins, ásamt mati á áhrifum þeirra, sem nýttar verða við mótun tillagna. Við gerð tillögu að strandsvæðisskipulagi Vestfirði munu svæðisráð og Skipulagsstofnun hafa samráð við ráðgefandi aðila og samráðshópa sem eru svæðisráðum til ráðgjafar og samráðs í samræmi við lög um skipulag haf- og strandsvæða.

 

Það er mjög mikilvægt að þekking þeirra sem best þekkja svæðið sé nýtt í strandsvæðisskipulaginu. Þess vegna er fólk hvatt til að kynna sér innihaldið í skýrslunum og koma athugasemdum sínum á framfæri þegar tækifæri gefst. Hægt er að nálgast skýrslurnar á þessari heimasíðu:

 

https://www.hafskipulag.is/um/frettir/fjolbreytt-starfsemi-og-fjolskrudugt-fuglalif-og-nattura-a-strandsvaedum-austfjarda-og-vestfjarda-1

Rafmagnstruflanir á Tálknafirði

Vegna tengivinnu í aðveitustöð verða rafmagnstruflanir á Tálknafirði, í þorpinu, í sveitinni fyrir utan aðveitustöð á Keldeyri og sveitinni fyrir utan þorp og yfir í Ketildali.
 

Rafmagn verður tekið af á mánudag, 26.04.2021, um klukkan 13:00 og verður rafmagnslaust í 15-20 mínútur.

 

Framkvæmdasumarið 2021

Ólafur Þór Ólafsson,  sveitarstjóri
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Það verður mikið um framkvæmdir hér á Tálknafirði sumarið 2021. Stærsta framkvæmdin sem sveitarfélagið sjálft stendur fyrir er endurnýjun hitalagna og gólfa í Íþróttamiðstöðinni auk þess sem aðstaða starfsfólks til laugargæslu er löguð. Það verk hefur staðið yfir nú í vor og er stefnt að því að sundlaugin geti opnað aftur 1. júní. Þá verður lagt nýtt parket á íþróttasalinn og verður hann tilbúinn fyrir haustið.

 

Sú framkvæmd sem fólk mun samt finna mest fyrir er endurnýjun Strandgötunnar. Það verkefni er á vegum Vegagerðarinnar en unnið í samstarfi við Tálknafjarðarhrepp. Vegurinn verður endurnýjaður frá Hlíð og alla leið að Dunhaga. Í leiðnni verða kantsteinar endurnýjaðir sem og gangstétt frá Lækjargötu og alla leið að göngustígnum sem liggur að Tálknafjarðarskóla. Undirbúningur verksins er á lokametrunum. Það verður væntanlega boðið út nú á vormánuðum og framkvæmt að stærstum hluta í sumar.

 

Það eru ýmis önnur verk í pípunum hjá sveitarfélaginu sem mun ekki fara jafn mikið fyrir. Í samstarfi við framkvæmdassvið Vegagerðarinnar er nú unnið að þarfagreiningu vegna uppbygginar og endurnýjunar ytri bryggju hafnarinnar en sú framkvæmd er á samþykktri samgönguáætlun ríkisins. Á næstu vikum verða rafmagnslagnir og tengingar á bryggjunni endurnýjaðar og er það hluti af þessu verki. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að ganga frá nýrri aðstöðu í Nýjabæ, en vinna þarf frekari undirbúningsvinnu áður en hægt er að fara í verkefnið sjálft. Þá eru ýmis smærri verkefni sem verða unnin og má sem dæmi nefna endurnýjun á neðri göngubrúnni yfir Hólsá, en hún var orðin lúin og hættuleg.

 

Á Tálknafirði eru svo einnig í gangi verkefni sem tengjast ekki sveitarfélaginu sjálfu með beinum hætti. Þar vil ég sérstaklega nefna tvö stór verkefni. Annars vegar er verið að byggja nýja brú yfir Botnsá og ganga frá vegtenginum við hana á vegum Vegagerðarinnar. Hins vegar er Arctic að fara að stækka seiðaeldisstöðina sína í Norður-Botni og er það verkefni sem væntanlega verður í gangi næstu tvö árin.

 

Þó svo að það verði ýmislegt í gangi sumarið 2021 þá vitum við Tálknfirðingar að enn eru mörg verkefni sem eru aðkallandi og verður að fara í á næstu árum. Þar vil ég sérstaklega nefna endurnýjun á íbúagötum sem eru löngu úr sér gengnar. Því miður er það verkefni ekki á áætlun þessa árs en gert ráð fyrir því í langtímaáætlunum sveitarfélagsins.

 

Þessi orð eru skrifuð á fyrsta degi Hörpu, sem er fyrsti mánuður sumars samkvæmt gamla íslenska tímatalinu. Í dag þekkjum við daginn sem sumardaginn fyrsta. Ég vil því nota tækifærið og óska öllum gleðilegs sumars sem ég vona við getum öll notið sem best.

 

Ólafur Þór Ólafsson

sveitarstjóri

 

Stóri plokkdagurinn 2021 laugardaginn 24. apríl

Stóri plokkdagurinn 2021 verður haldinn laugardaginn 24. apríl. Tálknfirðingar munu hittast á Lækjartorgi við hliðina á búðinni kl. 13:00 og skipta sér niður á svæði til að plokka. Gert er ráð fyrir að plokkinu verði lokið rétt fyrir kl. 15:00 og verður endað með því að bjóða upp á köku og kaffi eða djús.
 
Það eru Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla og Tálknafjarðarhreppur sem standa að plokkdeginum í sameiningu og í þetta skiptið munu sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina leggja Tálknfirðingum lið í plokkinu. Það að plokka er frábært tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki.
 
Að sjálfsögðu verður farið eftir fyrirmælum vegna Covid-19 á plokkdeginum. Til dæmis geta fjölskyldur sameinast um svæði til að plokka á og öll þurfa að vera meðvituð um að virða þær sóttvarnarreglur sem gilda. Þá er mikilvægt að klæða sig eftir veðri.
 
Laugardaginn 24. apríl verða Gámavellir jafnframt opnir milli kl. 15:00 og 17:00. Það er því kjörið, bæði fyrir íbúa og fyrirtæki, að nýta tækifærið og hreinsa sitt nánast umhverfi og losa sig við dót og drasl sem hefur safnaðst upp í vetur. Sameinumst um að hafa Tálknafjörð til fyrirmyndar í snyrtimennsku og sýnum umhverfi okkar og náttúru virðingu í leiðinni.

      Grænafánanefnd Tálknafjarðarskóla og Tálknafjarðarheppur

 

Nýjar fræðslumyndir frá Samgöngustofu

Nú eru komnar út þrjár nýjar fræðslumyndir frá Samgöngustofu er varða umferðaröryggi. Allar fræðslumyndirnar má finna á vef Samgöngustofu, á YouTube og fara í birtingu á Facebook og í sjónvarpinu á RÚV.
 

Fræðslumynd um rafhlaupahjól.
Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Þau tilheyra flokki reiðhjóla og um þau gilda sömu reglur og um reiðhjól að því undanskyldu að þeim má ekki aka á akbraut. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi notkun þeirra og öryggi.
Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

Fræðslumynd um öryggi barna í bíl.
Á hverju ári verða atvik í umferðinni hér á landi þar sem sérstakur öryggisbúnaður kemur í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi öryggi barna í bíl. Öryggi barna er á okkar ábyrgð - það er engin bílferð svo stutt að við getum gefið afslátt af því. 
Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

Fræðslumynd um ljósabúnað.
Ökutæki með ljósin kveikt eru mun sýnilegri í umferðinni, auk þess lýsa þau upp endurskin gangandi og hjólandi vegfarenda. Í þessu myndbandi er farið yfir ýmis atriði varðandi ökuljós og mikilvægi þess að öll ljósin á bílnum séu kveikt. 
Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón