A A A

Skólaslit Tálknafjarðarskóla 2021

Skólaslit Tálknafjarðarskóla fara fram föstudaginn 28. maí kl. 17:00 í Tálknafjarðarkirkju.

Götusópur á ferðinni

Um næstu helgi, 29. og 30. maí, verður götusópur á ferðinni um götur Tálknafjarðar. Til að tryggja sem bestan árangur af yfirferð tækisins er fólk beðið um að geyma ökutæki annars staðar en við gangstéttarkant þessa daga sem hann verður að störfum.

Skráning í Vinnuskóla

Nú stendur yfir skráning í Vinnuskóla Tálknafjarðarhrepps. Vinnuskólinn er ætlaður ungmennum á 13. – 16. aldursári. Yfirflokkstjóri í ár er Bjarki Sigurvinsson. Vinnuskólinn hefst þriðjudaginn 8. júní. Tekið verður við skráningum í Vinnuskólann á sveitarskrifstofunni til og með 2. júní. Vinnufyrirkomulagið verður með þeim hætti í ár að unnið verður mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Vinnutímabilin skiptast þannig eftir aldri:

 

10. bekkur (árgangur 2005) vinnur 40 daga í 7klst á dag.

 9. bekkur (árgangur 2006) vinnur 40 daga í 7klst á dag.

 8. bekkur (árgangur 2007) vinnur 30 daga í 4klst á dag.

 7. bekkur (árgangur 2008) vinnur 20 daga í 4klst á dag.

 

Skóla- og starfsreglur Vinnuskóla Tálknafjarðarhrepps (.pdf)

 

Umsóknareyðublað má finna undir „skrár og skjöl“ hér á síðunn (smellið hér) eða á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

Spurt og svarað um grímunotkun

Þriðjudaginn 25. maí s.l.  tóku í gildi nýjar reglur um grímunotkun. Vegna þessa hefur Heilbrigðisráðuneytið tekið saman leiðbeiningar þar sem ýmsum spurningum um grímunotkun er svararð. Hægt er að sjá leiðbeiningar ráðuneytisins á þessari heimasíðu:

https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/covid-19/spurt-og-svarad-um-grimunotkun/

 

Íþrótta- og tómstundafulltrúi á sunnanverðum Vestfjörðum

Héraðssambandið Hrafna-Flóki (HHF), Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auglýsa hér með eftir íþrótta- og tómstundafulltrúa í fullt starf á sunnaverðum Vestfjörðum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til að halda uppi góðu og faglegu starfi í íþrótta- og tómstundamálum fyrir alla aldurshópa. Ráðningasamband er við Vesturbyggð og er næsti yfirmaður sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.

 

Meginverkefni

  • Heldur utan um verkefni er varða eflingu íþrótta- og tómstundastarfs

  • Er framkvæmdastjóri HHF og starfar með stjórn

  • Vinnur að framkvæmd og stefnu stjórnar/héraðsþings HHF og stefnu sveitarfélaganna á sviði íþrótta- og tómstunda

  • Kemur að vinnslu verkefna er varða lýðheilsu á vegum sveitarfélaganna og skal hafa frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja íþrótta- og tómstundamál á sunnanverðum Vestfjörðum

  • Hefur yfirumsjón með íþróttaskóla sveitarfélaganna

  • Hefur umsjón með íþróttavöllum í sveitarfélögunum

  • Heldur utan um sameiginleg verkefni m.a. almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

  • Hefur yfirumsjón með starfsemi félagsmiðstöðva og heldur utan um vinnuskóla sveitarfélaganna

  • Starfar með ungmennaráðum sveitarfélaganna

 

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði, svo sem á sviði íþrótta, kennslu eða tómstunda

  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

  • Reynsla og þekking á þjálfun æskileg

  • Íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði

  • Enskukunnátta æskileg

  • Rík krafa um frumkvæði og framkvæmdagleði

  • Sjálfstæði í störfum og góð skipulagshæfni

  • Rík og góð samskiptahæfni og þjónustulund við alla aldurshópa

  • Jákvæðni og aðlögunarhæfni

 

Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2021

 

Laun eru samkvæmt samningum sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2021. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 450-230 eða arnheidur@vesturbyggd.is.

 

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.

 

Mínar síður hjá Póstinum

Pósturinn vill vekja athygli á því að „Mínar síður „ er þjónustuvefur Póstsins fyrir einstaklinga.

 

Þar getur fólk séð yfirlit yfir sín viðskipti og valið þjónustusnið sem hentar:

  • Þú getur valið hvernig þú vilt fá sendingar afhentar
  • Þú getur virkjað sjálfvirkar greiðslur og fengið afslátt af umsýslugjöldum
  • Þú getur fylgst nákvæmlega með öllum sendingum til og frá þér
  • Þú getur breytt heimilisfangi, símanúmeri og greiðslukortaupplýsingum
  • Fáðu allar tilkynningar beint til þín á vefnum og í símann
  • Skráðu þig með einföldum hætti með rafrænum skilríkjum

 

Hægt er að ná í snjallforrit Póstsins í App Store eða Play Store og fá þannig aðgang að Mínum pósti beint í símann.

 

Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Símans:

https://posturinn.is/minar-sidur

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón