A A A

Viltu verja sumrinu á Vestfjörðum?

Vestfjarðastofa leitar að nemum með áhuga og þekkingu á  skipulagsmálum, umhverfismálum, gagnasöfnun og miðlun gagna.
 

Skilyrði og forsendur:

  • Sumarstörf eru fyrir námsmenn milli anna (þ.e. séu að koma úr námi og séu skráðir í nám að hausti).

  • Námsmenn þurfa að vera að lágmarki 20 ára á árinu.

  • Ráðningartími er 10 vikur á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst.

Störfin sem auglýst eru snúa að kortlagningu og greiningu innviða á Vestfjörðum, söfnun og miðlun gagna því tengt.  Jafnframt vinna með gagnasöfn og skráningu á vef.
 

Hæfniskröfur:

  • Góð tölvu- og tæknifærni

  • Hugarfar sköpunar, grósku og nýsköpunar

  • Þjónustulund og jákvæðni

  • Góð tal- og ritfærni

Viðkomandi getur unnið á einhverri af fjórum starfsstöðvum Vestfjarðastofu; Ísafirði, Patreksfirði, Hólmavík eða Þingeyri.
 

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni um fjölgun sumarstarfa. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum FOS Vest við Samband íslenskra sveitarfélaga.
 

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2020.
 
Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir (sirry@vestfirdir.is)
 
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið sirry@vestfirdir.is merkt: Sumarstarf

Lýðskólinn á Flateyri

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til prófa hvað í þér býr? Viltu velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

 

Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum einstaklinga sem langar að efla sig og þroskast í nánu samneyti við náttúruna og samfélagið í vestfirsku þorpi. Kennsla hefst í september 2021. Umsóknir fara fram á  vefsvæði skólans www.lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann, kennara og námsframboð. Þá má nálgast kynningarefni á Instagram síðu. Tenglar á þessar síður er að finna á www.lydflat.is

 

Umsóknarfrestur er til 15. júní og afgreiðsla umsókna er þegar hafin. Umsóknir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast.

 

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss á hverri önn, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef nemendur sækja um og það er þegar orðið fullt er þeim boðið að vera á biðlista og/eða fá pláss á næstu önn.

 

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

 

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 573. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps miðvikudaginn 12. maí 2021. Fundurinn fer fram á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 og hefst kl. 18:00.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
 
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri
 

Ærslabelgurinn blásinn upp

1 af 2

Vorið er komið. Gróðurinn er byrjarðu að taka við sér, farfuglinn er mættur í fjörðinn og eftir hádegi í dag var byrjað að blása lofti í ærslabelginn við tjaldsvæðið á Tálknafirði.
 

Samkvæmt veðurspánni á að vera glampandi sól og blíða alla helgina svo það er um að gera fyrir unga sem aldna að taka röltið yfir að tjaldsvæðinu og skella sér í nokkur hopp.
 

Breiðafjarðarferjan Baldur fer í slipp um næstu helgi.

Ferjan Baldur mun fara í slipptöku í byrjun maí. Um er að ræða hefðbundna og reglubundna slipptöku sem framkvæmd er á þurru landi annað hvert ár. Slipptakan fer fram í Reykjavík frá 2.maí og gera áætlanir ráð fyrir um 2 vikum í slipp og að ferjan verði komin aftur í áætlun mánudaginn 17. maí.


Í fjarveru Baldurs mun farþegaskip Sæferða, Særún sigla til Flateyjar sem hér segir:
sun. 2. maí - Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00 - Brottför frá Flatey kl. 17:00
þrið. 4. maí - Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00 - Brottför frá Flatey kl. 17:00
föst. 7. maí - Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00 - Brottför frá Flatey kl. 17:00
sun. 9. maí - Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00 - Brottför frá Flatey kl. 17:00
þrið 11. maí - Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00 - Brottför frá Flatey kl. 17:00
föst. 14.maí - Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00 - Brottför frá Flatey kl. 17:00
laug. 15.maí - Brottför frá Stykkishólmi kl. 13.30 - Brottför frá Flatey kl. 15.30
sun. 16. maí - Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00 - Brottför frá Flatey kl. 17:00

Nánara um skipið Særúnu:

https://www.saeferdir.is/um-ferjurnar/saerun/

Sæferðir ehf
 

LausnaVer fyrir ungt fólk

Skúrin, samfélags- og nýsköpunarmiðstöð á Flateyri og Djúpið, frumkvöðlaskjól í Bolungarvík standa að leiðtogaþjálfun og LausnaVeri fyrir ungt fólk sumarið 2021. LausnaVer er unnið í samvinnu við Vinnumálastofnun, Lýðskólann á Flateyri, Vestfjarðastofu og samfélags- og nýsköpunarmiðstöðvar á Vestfjörðum auk fjölda styrktar- og samstarfsaðila.
 

LausnaVerinu er ætlað að skapa vettvang fyrir unga og upprennandi Vestfirðinga til að sameina krafta sína á leið sinni að raunverulegum breytingum. Með því að nota sameiginlega ástríðu okkar, mat, munum við vinna náið með okkar nær- og fjærsamfélagi til að skapa verðmæti í framleiðslu og finna nýjar lausnir á gömlum og viðvarandi vandamálum.
 

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér:

https://lausnaver.is/

https://www.facebook.com/Lausnaver

 

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón