A A A

Skipu­lagsmál Norður Botn – opið hús

Opið hús verður um tillögur breyt­ingu á Aðal­skipu­lagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 og breytingar á deili­skipu­lagi Norður Botns.

 

Opna húsið verður haldið á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38, þriðjudaginn 9. nóvember frá kl. 10:00-14:00.

 

Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið. Tillagan verður síðan auglýst og gefst þá íbúum kostur að koma með skriflegar athugasemdir.

 

Gámavellir opnir laugardaginn 12. desember

Laugardaginn 12. desember n.k. verður opið á gámavöllum milli kl. 13:00 og 15:00. Með þessum hætti gefst Tálknfirðingum einn aukadagur nú í aðventunni til að losa sig við það efni og hluti sem skilað hafa sínu hlutverki. Íbúar eru minntir á að hafa klippikortin sín með sér þegar komið er á gámavelli og jafnframt þurfa allir að gæta að sóttvarnarreglum.
 
Vanti íbúa á Tálknafirði klippikort má nálgast slíkt á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps á virkum dögum milli kl. 10:00 og 12:00.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 566. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38 fimmtudaginn 10. desember og hefst kl. 18:00. 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
 

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Ferjan Baldur 3. desember

Baldur mun sigla aukaferð á morgun fimmtudaginn 3. desember.

Brottför frá Stykkishólmi kl. 09:00

Brottför frá Brjánslæk kl. 12:00

Seinni ferð dagsins verður svo samkvæmt áætlun, kl. 15:00 frá Stykkishólmi og kl. 18:00 frá Brjánslæk

Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar og flutningsaðilum á að fylgjast með fréttum á facebook síðu Sæferða eða vefsíðu Sæferða www.saeferdir.is

Mikilvægt er að bóka í ferðir Baldurs til að tryggja pláss. Það er ma. hægt að gera á www.saeferdir.is

Tendrað á jólatrénu á Tálknafirði

Nemendum í Tálknafjarðarskóla var boðið af Ólafi sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps til þess að vera viðstödd þegar kveikt yrði á jólatrénu í bænum.

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu er ekki hægt að halda í þá hefð að allir bæjarbúar komi saman á þennan viðburð.

Við fögnuðum því fyrir hönd allra bæjarbúa og bjóðum jólahátíðina velkomna á Tálknafjörðinn okkar.

 

Tendrun ljósa á jólatré sveitarfélagsins með óhefðbundnum hætti

Síðustu daga hafa starfsmenn sveitarfélagsins unnið að því að setja upp jólaskreytingar. Þá er búið er að setja upp smávaxið en fallegt jólatré á Lækjatorgi. Vegna þeirra samkomutakmarkanna sem nú eru í gildi verður tendrun ljósa á trénu hins vegar með aðeins öðrum hætti en venjulega. Í næstu viku munu nemendur í Tálknafjarðarskóla fara með starfsmönnum að trénu á skólatíma og verða börnin viðstödd þegar ljósin á trénu verða kveikt.


Þetta er gert í stað þess að vera með almennan viðburð eins og gert væri ef engar samkomutakmarkanir væru í gildi. Með þessum hætti ná börnin þó vonandi að upplifa jólastemninguna í upphafi aðventu og svo við hin fullorðnu líka þegar við eigum leið fram hjá trénu.

Ólafur Þór Ólafsson
sveitarstjóri

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón