Ferjan Baldur
Vegna veðurs fellur ferð ferjunnar Baldurs niður í dag, 26. nóvember.
https://www.saeferdir.is/
Nám er tækifæri
Fjölbrautarskóli Snæfellinga býður upp á nám sem fellur undir skilyrði Vinnumálastofnunar í tengslum við verkefnið Nám er tækifæri.
Sjá nánar á heimasíðu FSN
https://www.fsn.is/is/frettir/nam-er-taekifaeri
Ályktun sveitarstjórnar um samgönguöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps fjallaði um samgöngumál á 564. fundi sínum sem fór fram 18. nóvember 2020 og samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun:
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af samgönguöryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum nú þegar vetur er að ganga í garð í ljósi reynslu fyrri vetra. Stórauknir flutningar vegna framleiðslu á svæðinu krefjast þess að samgöngur séu öruggar. Vitað er að Klettsháls er farartálmi að vetri til vegna veðurhæðar og fari vindstyrkur yfir 20 metra á sekúndu er flutningabílum óheimilt að fara þar um. Á því ári sem nú er að líða hefur Klettsháls verið lokaður í fjórar klukkustundir eða meira í alls 40 skipti og enn eru 44 dagar til áramóta. Þegar ástandið er þannig verða fólk og vörur að eiga greiða og örugga leið yfir Breiðafjörð með Baldri. Vegna þessa leggur sveitarstjórnin áherslu á eftirfarandi atriði:
- Ferðum Baldurs verði fjölgað þannig að komið sé til móts við flutningaþörf svæðisins.
- Byrjað verði að huga að endurnýjun ferjunnar til að tryggja að öryggi og aðbúnaður sé samkvæmt lagalegum kröfum.
Jafnframt leggur sveitarstjórn þunga áherslu á að nauðsyn þess að vetrarþjónusta Vegagerðarinnar á vegum á svæðinu sé verulega aukin og bætt.
Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki til lágtekjuheimila. Um er að ræða aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020.
Áður en þú sækir um styrkinn þarftu að kanna hvort heimilið falli undir ofangreint tekjuviðmið. Það gerir þú með því að skrá þig inn hér á Ísland.is með rafrænum skilríkjum. Athugið að sé um hjón/sambúðarfólk að ræða þurfa báðir aðilar að samþykkja að upplýsingar um tekjur séu sóttar til skattayfirvalda (RSK) svo hægt sé að staðfesta hvort heimilið falli undir tekjuviðmiðið eða ekki.
Ef þú færð svar um að þú eigir rétt á að sækja um styrk færð þú nánari upplýsingar um næstu skref. En þau eru að prenta og fyllta út eyðublað af heimasíðunni. Eyðublaðinu skilar þú svo á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps. Ef þú færð svar um að þú eigir ekki rétt á styrk færð þú upplýsingar um hvert þú getur leitað ef þú ert með athugasemdir við niðurstöðuna eða fyrirspurnir. Hægt er að sækja um styrk til og með 1.mars 2021. Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021.
Minningarsjóður
Minningarsjóður hjónanna Málfríðar Guðbjartsdóttur og Hákonar Jónssonar auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum.
Tilgangur sjóðsins er líknarstarfsemi innan Vestur-Barðastrandarsýslu.
Auglýst er eftir umsóknum eða ábendingum vegna úthlutunar úr minningarsjóðnum í desember 2020.
Hægt er að senda ábendingar eða umsóknir á netföngin:
kristjanaras@gmail.com og sirryb@landsbankinn.is
Umsóknir eða ábendingar skulu berast í síðasta lagi 8. desember, úthlutun fer fram fimmtudaginn 10. desember 2020.
Stjórnin
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir