A A A

Hertar sóttvarnaraðgerðir

Heilbrigðisráðherra hefur sett hertar reglur um sóttvarnir vegna Covid-19 og taka þær gildi laugardaginn 31. október 2020. Helstu atriði i þeim reglum eru eftirfarandi:

  • Allar takmarkanir ná til landsins alls.
  • 10 manna fjöldatakmörk meginregla.
    - Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum.
    - 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins.
    - Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila.
    - Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla.
  • 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili.
  • Íþróttir óheimilar.
  • Sundlaugum lokað.
  • Sviðslistir óheimilar.
  • Krám og skemmtistöðum lokað.
  • Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00.
  • Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
  • Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

Að sjálfsögðu gilda þessar reglur fyrir okkur á Tálknafirði eins og annars staðar á landinu og því óhjákvæmilegt að þær muni hafa áhrif hjá okkur. Það mun gilda bæði um starfsemi sveitarfélagsins sem og almennt mannlíf. Sundlaug og íþróttahús munu loka frá og með laugardeginum 31. október n.k. Skipuleggja verður skólastarfsemi út frá þessum hertu reglum og verða nánari upplýsingar varðandi það sendar frá Tálknafjarðarskóla til foreldra og forráðamanna. Þó er rétt að taka fram að reiknað er með að skólastarf verði sem eðlilegustum hætti næsta mánudag, en skólar hafa til næsta miðvikudags til að aðlaga sig að hertum reglum. Upplýsingar um breytingar á annarri þjónustu eru í skoðun og verða betur kynntar síðar.

 

Nánar má lesa um hertar aðgerðir stjórnvalda  hér:

www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/30/Hertar-sottvarnaradstafanir-fra-31.-oktober/

 

Ólafur Þór Ólafsson,

sveitarstjóri

Félagsfundur samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV)

Boðað til félagsfundar fimmtudaginn 5. nóvember 2020 en fundurinn verður haldinn í fjarfundi á ZOOM.

Vinsamlegast látið vita af komu ykkar í netfangið gudrunanna@vestfirdir.isog þið fáið sent fundarboð á miðvikudaginn í næstu viku.

 

Bjóðum alla atvinnurekendur velkomna í félagið.
 

Dagskrá:

1. Samgöngumál

2. Uppbyggingarsjóður kynning frá Vestfjarðastofu

3. Önnur mál
 

Samtökin hafa verið að vinna mikið í samgöngumálum á svæðinu og munu kynna þá vinnu fyrir félagsmönnum.
 

Lokafrestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð er 12. nóvember og SASV vill hvetja alla til að sækja um til að koma spennandi verkefnum í gang.
 

Að lokum verða umræður.

Formaður SASV, Sigurður V. Viggósson
 

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 562. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38 fimmtudaginn 29. október og hefst kl. 17:00.
 

Um er að ræða aukafund sem er boðaður í samræmi við 2.mgr. 8.gr. og 2.mgr. 9. gr. Samþykkta um stjórn Tálknafjarðarhrepps nr. 1280/2013.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest) vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 37/2018 um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.
 

BsVest er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfssemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.
 

Umsóknafrestur er til 26. nóvember 2020 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilissveitarfélags.
 

Auglýst eftir umsóknum í húsafriðunarsjóð

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021.
 

Hér má nálgast eyðublöð vegna umsókna.

Umsækjendum er bent á að lesa vel allar þær leiðbeiningar sem koma fram fram á eyðublaðinu, bæði í upphafi þess og neðanmáli.
 

Síðasti dagur til að skila umsóknum er 1. desember 2020. Ekki verður tekin afstaða til umsókna sem berast eftir það. Gert er ráð fyrir að úthlutun liggi fyrir eigi síðar en 15. mars 2021.

 

Reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði má finna hér.

Viðhaldsvinna við farsímakerfi Símans í nótt 21.10.2020

Núna í nótt, 21. október milli kl 01:00 og 04:00, fer fram viðhaldsvinna við farsímakerfi Símans. Notendur geta því upplifað truflanir á meðan sú vinna stendur yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum ættu truflanir aðeins að standa yfir í stutta stund en mögulegt sé þó að einhver símtæki geti dottið út í lengri tíma. Þá ætti að duga að slökkva og kveikja á símtækinu. Þá kemur fram hjá Símanum að þessi uppfærsla muni hafa áhrif á öll kerfi sem eru tengd 3G eða 4G farsímakerfinu.
 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón