A A A

Fjallskilaseðill 2020 – uppfært eintak

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar hefur unnið úr innsendum athugasemdum við fjallaskilaseðil 2020, sem birtur var 2. september 2020. Athugasemdirnar voru teknar fyrir á 24. fundi nefndarinnar 17. september sl. og er hér birtur uppfærður fjallskilaseðill 2020.


Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem auglýst er í B- deild Stjórnartíðinda. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar áréttar að fara verður eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út um göngur og réttir vegna Covid-19 og aðgengilegar eru á heimasíðu sveitarfélaganna og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv.beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd. Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.

 

GRENNDARKYNNING

Grenndarkynning-Miðtún 7

 

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur ákveðið að láta fara fram grenndar­kynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna byggingaráforma Miðtún 7.

 

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur er til og með 14. október 2020. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhuguðum áformum.

 

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tálknafjarðar eða í síma 450 2500 á opnunartíma skrifstofunnar, virka daga kl. 10:00-14:00. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.

 

Grenndarkynningargögn:
Breyting á deiliskipulagi - Íbúðarsvæði Túnahverfi (.pdf)
Grunnmynd / afstaða miðtún 7 (.pdf)
Útlit og sneiðing miðtún 7 (.pdf)

 

Lægri flugfargjöld með Loftbrú

Íbúar á Vestfjörðum eiga þess nú kost á að fá lægri flugfargjöld innanlands. Verkefnið hefur fengið heitið Loftbrú og byggir á því sem hefur verið kallað skoska leiðin. Í dag opnaði samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra Loftbrú með formlegum hætti og er hún nú aðgengileg á þjónustuvefnum island.is.
 

Loftbrú veitir íbúum með lögheimili á búsetusvæðum fjærst höfuðborginni 40% afslátt af heildarfargjaldi í þremur ferðum á ári (sex flugleggjum) til og frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er mjög skýrt, að jafna aðstöðumun íbúa á landinu og bæta aðgengi að miðlægri þjónustu í höfuðborginni.
 

Það er einfalt að nýta sér afsláttarkjör með Loftbrú. Á island.is auðkennir fólk sig með rafrænum skilríkjum og sér þar yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afsláttarkóða sem nota má á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug er pantað. Hægt er að kynna sér málið frekar á vefnum loftbru.is.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 560. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram fimmtudaginn 10. september 2020 á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Fjallskila­seðill, göngur og réttir 2020

Vest­ur­byggð og Tálkna­fjarða­hreppur hafa nú gefið út fjallskila­seðil fyrir árið 2020 og er hann birtur hér ásamt leiðbeiningum vegna COVID-19.

Fjallskilaseðill árið 2020 (.pdf)

Leiðbeiningar vegna COVID-19 (.pdf)

Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem auglýst er í B- deild Stjórnartíðinda. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar áréttar að fara verður eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út um göngur og réttir vegna Covid-19 og aðgengilegar eru á heimasíðu sveitarfélaganna og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 

Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv.beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd. Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.
 

Hlutverk leitarstjóra er að sjá til þess að leitir séu mannaðar. Dagssetningar á seðlinum eru byggðar á reynslu fyrri ára og í seðlinum eru tillögur að leitar- og réttarstjórum.
 

Athugasemdum við fjallskilaseðil skal beina til formanns fjallskilanefndar og skulu þær berast fyrir 10. september 2020.
 

Lokað fyrir vatnið í Túngötu

Vatnið verður tekið af ytri hluta Túngötu miðvikudaginn 02. september frá klukkan 9:00 og fram eftir degi.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
 

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón