A A A

Við fögnum fjölbreytileikanum

Þessa dagana hefðu Hinsegin dagarnir verið haldnir hátíðlegir með hinum ýmsu viðburðum en sökum hertra sóttvarnarreglna er dögunum fagnað með breyttu sniði.

 

Við hjá Tálknafjarðarhreppi flöggum í tilefni daganna og fögnum fjölbreytileikanum. Við höfum líka málað regnbogafánann við þvottaplanið. Með þessu minnum við okkur á að allar manneskjur eiga rétt á að njóta sömu mannréttinda án tillits til uppruna þeirra, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar ómálefnalegrar stöðu.

 

Við hvetjum íbúa Tálknafjarðar til þess að tileinka sér áfram umburðarlyndi og að sýna samfélagslega ábyrgð – þannig gerum við samfélagið okkar enn sterkara!

Ráðstafanir vegna COVID-19

Í ljósi aðgerða vegna Covid-19 eiga eftirfarandi tilmæli við um starfsemi Tálknafjarðarhrepps frá og með föstudeginum 31. júlí 2020 og gilda til fimmtudagsins 13. ágúst 2020 eða þar til frekari tilmæli verða gefin út.

 

Sundlaug og íþróttahús.

  • Að hámarki 20 gestir í einu í sundlauginni.

  • Hver gestur dvelji ekki lengur en eina klukkustund á sundlaugarsvæðinu í einu.

  • Gufubað og kaldi potturinn eru lokuð.

  • Tækjasalur er lokaður.

  • Gestir virði fyrirmæli almannavarna um að hafa 2 metra á milli einstaklinga sem og önnur fyrirmæli sem yfirvöld og starfsfólk gefa.

 

Tjaldsvæði

  • Tjaldsvæðinu er svæðaskipt og hámark fjöldi gesta á hverju svæði eru 100 einstaklingar.

  • Hvert svæði hefur sína salernisaðstöðu og eru gestir beðnir um að virða þá skiptingu.

  • Gestir sótthreinsi salernis- og sturtuaðstöðu eftir að hafa notað hana.

  • Gestir virði fyrirmæli almannavarna um að hafa 2 metra á milli einstaklinga sem og önnur fyrirmæli sem yfirvöld og starfsfólk gefa.

 

Skrifstofur sveitarfélagsins.

  • Skrifstofur sveitarfélagsins eru lokaðar vegna sumarleyfa og verða það til 10. ágúst 2020.

 

Vindheimar, Tálknarfjarðarskóli og Bókasafns Tálknafjarðar

  • Sumarleyfi er í starfsemi í Vindheimum, Tálknafjarðarskóla og Bókasafni Tálknafjarðar. Það þarf því ekki að grípa til sérstakra ráðstafana varðandi starfsemi á þessum stöðum.

 

Að auki hefur verið verið ákveðið að loka Pollinum frá og með föstudeginum 31. júlí þar til annað verður ákveðið. Er þetta gert þar sem nánast ómögulegt er að fara eftir fyrirmælum yfirvalda vegna Covid-19 þar.

 

Starfsmenn, íbúar og gestir eru beðnir um að fylgja fyrirmælum og þeim tilmælum sem gefin eru út og sameinast í baráttunni gegn Covid-19.

 

Hægt er að sjá gildandi takmarkanir í samkomubanni sem yfirvöld hafa gefið út hér:

https://www.covid.is/undirflokkar/hvad-thydir-samkomubann

 

Ólafur Þór Ólafsson

sveitarstjóri

Baráttan er ekki búin

1 af 2

Í ljósi þeirra smita sem nú hafa greinst í samfélaginu brýnir Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis fyrir fólki að halda áfram uppteknum venjum um einstaklingsbundnar smitvarnir.
 

Íbúar Tálknafjarðar eru hvattir til þess að virða þessi tilmæli og sýna ábyrga hegðun hvort sem er hér á Tálknafirði eða á ferðalögum sínum.
 

Smáforritið Rakning C-19

Upplýsingar um Covid-19

 

Sumarlokun skrifstofu Tálknafjarðarhrepps 2020

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Tálknafjarðarhrepps lokuð í tvær vikur frá og með mánudeginum 27. júlí n.k. Skrifstofan mun opna á ný mánudaginn 10. ágúst og verður frá þeim degi opin á hefðbundnum tíma, sem er kl. 10:00 til 14:00 á virkum dögum.
 

Auglýst eftir nýjum forstöðumanni Tunglsins

Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir hressum og kátum einstaklingi til starfa með ungmennum í félagsmiðstöðinni Tunglinu starfsárið 2020-2021. Starfið inniheldur skipulag á allri dagskrá Tunglsins, þar með talið skipulag fjáröflunar og farastjórn í menningarferð (SAMFÉS). Félagsmiðstöðvastarf á sunnanverðum Vestfjörðum er samtvinnað að einhverju leyti og er forstöðumaður Tunglsins í nánu samstarfi við aðra forstöðumenn á svæðinu ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa.
 

Tunglið hefur verið opið tvisvar sinnum í viku yfir vetrarmánuði í tvo tíma í senn.
 

Kröfur eru gerðar um að:

  • Viðkomandi hafi náð 20 ára aldri

  • Viðkomandi hafi brennandi áhuga á öflugu félagslífi ungmenna á svæðinu

  • Viðkomandi búi yfir góðri skipulagshæfni og góðri samskiptatækni

  • Viðkomandi sé með hreina sakaskrá

Umsóknir og/eða ósk um mánari upplýsingar má senda á íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfanginu it@vesturbyggd.is.

Ferjan Baldur komin í lag

Viðgerðum á á ferjunni Baldri er lokið og frá og með föstudeginum 10. júlí er ferjuþjónustan yfir Breiðafjörð aftur komin í eðlilegt horf. Á meðan viðgerð hefur staðið hefur minna skip siglt leiðina yfir fjörðinn með tilheyrandi takmarkaðri getu. Nú er ætti það tímabil að vera að baki.

Upplýsingar um áætlun Baldurs, gjaldskrá og fleira er að finna á heimasíðunni seatours.is

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón