Gámavöllurinn opinn 18. júní
Gámavöllurinn er lokaður á morgun 17. júní, en verður í staðinn opinn fimmtudaginn 18. júní frá kl. 15:00 – 17:00.
Gámavöllurinn er lokaður á morgun 17. júní, en verður í staðinn opinn fimmtudaginn 18. júní frá kl. 15:00 – 17:00.
Kjörskrá vegna forsetakosninga 27. júní 2020 mun liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps til og með föstudagsins 26. júní á almennum skrifstofutíma, sem er milli kl. 10:00 og 14:00 virka daga. Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá þjóðskrá 6. júní 2020. Athugasemdir við kjörskrána berist sveitarstjorn Tálknafjarðarhrepps á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.
Á Tálknafirði verður kosið í Tálknafjarðarskóla laugardaginn 26. júní. Í kjörstjórn eru Lilja Magnúsdóttir sem er formaður, Pálina Kr. Hermannsdóttir og Sigurvin Hreiðarsson.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin, kjósanda sem ekki getur kosið á kjördag er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar. Hægt er að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu sem og auk þriggja kjörstaða á Höfuðborgarsvæðinu. Atkvæðagreiðsla á erlendri grundu er líka hafin á vegum utanríkisráðuneytisins.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram 13. júní, 30 árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Í ár er markmið hlaupsins að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2020 eru „Hlaupum saman“.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer sem fyrr segir fram þann 13. júní á yfir 80 stöðum á landinu og allir geta tekið þátt óháð aldri, þjóðerni eða kyni. Fjölmennustu hlaupin fara fram í Garðabæ og Mosfellsbæ kl. 11 laugardaginn 13. júní. Nánari upplýsingar um alla hlaupastaði og tímasetningar birtast á www.kvennahlaup.is. Í ljósi Covid–19 verða gerðar ráðstafanir um fjölda þar sem það á við og allar reglur virtar skilyrðislaust. Þátttakendur eru hvattir til að gera sínar eigin ráðstafanir og virða þessar aðstæður.
Á Tálknafirði verður hlaupið frá Íþróttahúsinu kl. 13:00.
Vegalengdir í boði eru 1,5 km - 3 km - 5 km.
Þriðjudaginn 9. júní mun Vestfjarðastofa halda fund um ferðaþjónustu í Tálknafirði, fundurinn hefst kl. 10:00 í Dunhaga og stendur í um klukkutíma. Fjallað verður um tvö stór verkefni sem framundan eru í vestfirskri ferðaþjónustu. Þróun nýrrar ferðamannaleiðar Vestfjarðaleiðin annars vegar og hins vegar uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Við hvetjum ferðaþjóna á svæðinu, sem og aðra áhugasama um uppbyggingu ferðaþjónustu, að mæta á fundinn og taka þátt í vinnunni með okkur.
Tálknafjarðarskóli óskar eftir afleysingarmanneskju í þrif eftir kl 16.00 frá og með mánudeginum 8. júní til og með 8. júlí. Nánari upplýsingar gefur Birna Hannesdóttir skólastjóri í síma 456-2537 eða á netfanginu skolastjori@talknafjordur.is