A A A

Götusópur á ferðinni á föstudaginn

Nú  föstudaginn 15. maí verður götusópur á ferðinni hér á Tálknafirði. Hann mun fara yfir göturnar í þéttbýlinu og hreinsa upp óhreinindi sem sitja eftir nýliðinn vetur. Þess vegna er fólk beðið að gæta þess að götur fyrir framan hús séu auðar, t.d. að bílum sé lagt inn í innkeyrslur en ekki við gangstéttarkant. Með þessum hætti kemst götusópurinn að sem flestum svæðum og hreinsunin skilar betri árangri.
 

Plokk á laugardaginn

Ágætu bæjarbúar

Þann 25.apríl var Stóri plokkdagurinn haldinn um land allt. Vegna Covid19 var ákveðið að fresta því að vera með þann dag.
Laugardaginn 16.maí ætlum við að plokka saman. Mæting hjá búðinni kl: 13:00. Skiptum okkur þar í nokkra hópa og ákveðum hvar er best að fara. Gott er að fá ábendingar frá ykkur varðandi það. Svo er ætlunin að vigta það rusl sem verður týnt. Að plokka gefur fólki tækifæri á að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Pössum bara upp á 2 metra regluna og klæðum okkur eftir veðri.
Við plokkum til ca kl: 15 – 15:30 en þá verða veitingar í boði.
 

Með von um að sem flestir taki þátt í að fegra bæinn okkar,

Nemendur og starfsfólk Tálknafjarðarskóla
 



Könnun á atvinnuþátttöku ungmenna

Vestfjarðastofa stendur fyrir örkönnun varðandi atvinnuþáttöku ungs fólks og  námsmanna  á Vestfjörðum. Eins og nafnið gefur til kynna er könnunin  stutt og tekur aðeins örfáar mínútur að svara. Í henni er verið að leitast eftir að skoða áhuga ungs fólks á  atvinnu‏áttöku á Vestfjörðum í sumar. Við hvetjum alla sem er eru í námi og hafa hug á að leita sér að atvinnu á svæðin að svara en með ‏‏því er verið að auðvelda sveitarfélögum og fyrirtækjum á svæðinu hvaða áherslur skuli leggja þegar tekið verður þátt í sérstöku átaki ríkisstjórnar varðandi sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri.
 

Linkinn á könnuninni er að finna hér
 

Sveitarstjórnarfundur

556. fundur Sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
14. maí 2020 og hefst kl. 18:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)


Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum

Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða.

  • Þvoum okkur um hendur
  • Sprittum hendur
  • Munum 2 metra fjarlægð
  • Sótthreinsum sameiginlega snertifleti
  • Verndum viðkvæma hópa
  • Hringjum í heilsugæsluna ef við fáum einkenni
  • Tökum áfram sýni
  • Virðum sóttkví
  • Virðum einangrun
  • Veitum áfram góða þjónustu
  • Miðlum traustum upplýsingum
  • Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis og styðjum hvert annað
     

Við erum öll almannavarnir – og verðum það áfram
 https://www.covid.is/

Golfnámskeið

Golfklúbbur Bíldudals býður öllum sem áhuga hafa á golfnámskeið dagana 21. til 24. maí 2020.
Sigurður Hafsteinsson PGA kennari kemur og kennir golf öllum sem vilja í boði klúbbsinns.
Byrjað verður eftir hádegi 21.maí.
Áhugasamir hafi samband við Heiðar í síma 8952500 sem fyrst.
 
Golfklúbbur Bíldudals

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón