A A A

Dælubíll á ferðinni

Í vikunni 4.-8. maí verður dælubíll á ferðinni á vegum sveitarfélagsins til að hreinsa lagnir, brunna og rotþrær. Séu fyrirtæki eða einstaklingar innan sveitarfélagamarka Tálknafjarðarhrepps sem vilja nýta sér þjónustu bílsins þarf að senda tölvupóst á talknafjordur@talknafjordur.is í síðasta lagi sunnudaginn 3. maí n.k. Í þeim tölvupósti þurfa að koma fram upplýsingar um hvað á hreinsa og um staðsetningu. Sveitarfélagið mun síðan senda út reikninga vegna þess kostnaðar sem fellur til hjá þeim sem óska eftir þjónustunni og því þarf einnig að koma fram í tölvupóstinum hvert á að senda reikninginn.

Viðbrögð Tálknafjarðarhrepps vegna COVID-19

Á 555. fundi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps var fjallað um viðbrögð vegna COVID-19 og var eftirfarandi samþykkt gerð:

Vegna takmarkanna á þjónustu Tálknafjarðarhrepps vegna aðgerða vegna Covid-19 samþykkir sveitarstjórn samhljóða eftirfarandi aðgerðir:

  1. Ekki verður innheimt gjald fyrir þá þjónustu í grunnskóla sem ekki verður nýtt á meðan takmarkanir vegna Covid-19 standa yfir.

  2. Ekki verður innheimt gjald fyrir þá þjónustu í leikskóla sem ekki er nýtt á meðan takmarkanir vegna Covid-19 standa yfir.

  3. Tímabundin aðgangskort í íþróttahúsi og sundlaug verða framlengd um þann tíma sem lokun vegna Covid-19 stendur yfir, óski viðskiptavinir þess.

  4. Lánstími bóka á bókasafni verður lengdur sem nemur þeim tíma sem safnið er lokað vegna Covid-19.

  5. Þá telur sveitarstjórn rétt að hátíðarhöld vegna Tálknafjörs árið 2020 fari ekki fram í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn á morgun laugardag, 25. apríl, á degi umhverfisins. Í fyrra skipulagði Tálknafjarðarskóli plokk í oddanum og var þáttakan mjög góð. Vegna covid19 viljum við hins vegar fresta því að gera þetta núna og ætlum þess vegna að hafa plokkdaginn í maí í samráði við Tálknafjarðarhrepp. En hvetjum samt íbúa til að fara út á morgun og plokka í nærumhverfinu. Það er af nógu að taka.
 
Fyrir hönd Grænfánanefndar,
Bestu kveðjur,
Lára Eyjólfsdóttir

Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um land á morgun, 25. apríl. Daginn ber upp á Degi umhverfisins og því því kjörið tækifæri fyrir alla að kikja út, njóta og fegra nærumhverfi sitt.
Vegna ástæðna, og virðingu við fjöldatakmarkanir, verður ekki um skipulagða hópferð um tiltekið svæði að ræða. Við sem hér eigum heima búum svo vel að geta dreift úr okkur í firðinum okkar og getur þetta verið tækifæri til að skoða ókunnug lönd eða endurkynni við ástkæra staði.
 
Þeim sem sjá sér fært um að taka þátt eru hvött til að skilja eftir skilaboð undir Facebook pósti, eða gott betur deila honum, og láta vita hvar þau ætla sér að plokka. Þannig getum við saman farið yfir stórt svæði, þó í sundur séum.
 
Kristinn Hilmar Marinósson

 

Yfirflokkstjóri og flokksstjóri hjá Vinnuskóla Tálknafjarðahrepps 2020

Yfirflokksstjóri:

Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga.

 

Flokksstjóri:

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstaklinga sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu.

 

Umsóknarfrestur er til og með 6.maí 2020.

 

Um er að ræða sumarstörf og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband Íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknum skal skilað á sveitarskrifstofuna eða á netfangið arnheidur@vesturbyggd.is

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps á þessari slóð:

http://talknafjordur.is/skrar_og_skjol/skra/283/
 

Covid-skimun á Patreksfirði 23. og 24. apríl

Ponizej po Polsku - English below

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, stendur fyrir skimun á Patreksfirði fyrir Covid-19 smiti 23. og 24. apríl. 

 

Skimað verður í félagsheimilinu. Aðkoma er merkt á korti, en einstefna er inn og út úr húsinu til að halda 2 metra fjarlægð. 

 

Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima. Þeir sem finna til einhverra einkenna skulu hafa samband við 450-2000 til að fá tíma í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.

 

Heilbrigðisstarfsfólk tekur sýni úr bæði hálskoki og nefkoki. Niðurstaða greiningarinnar verður birt á vefnum heilsuvera.is og hringt er í alla sem reynast bera smit.

 

Bóka þarf tíma á vef Íslenskrar erfðagreiningar, https://bokun.rannsokn.is/. Opnað verður fyrir bókanir þegar nær dregur. Best er að nota rafræn skilríki en hægt er einnig að nota kennitölu og símanúmer.

 

English

Íslensk erfðagreining (deCODE genetics) is screening for COVID-19 in the general population in Patreksfjörður and surroundings.

 

The objective is to learn about community spread of the virus. The testing is free of charge. You can register by visiting https://bokun.rannsokn.is/. The site accepts booking a few days in advance. Electronic ID or kennitala and telephone number are needed to register. 

 

Polski

Íslensk erfðagreining (deCODE genetics) i Instytut Zdrowia Westfjords prowadzą badania na Islandii, testując COVID-19. Zostanie przetestowany na Patreksfjordur w dniach 23 i 24 kwietnia.

Celem badania jest poznanie sposobu rozprzestrzeniania się wirusa w społeczności.

Testowanie jest bezpłatne. Możesz się zarejestrować, odwiedzając stronę internetową: https://bokun.rannsokn.is/. Rezerwacje wkrótce się otwierają. Konieczne jest posiadanie dowodu osobistego lub numeru ubezpieczenia społecznego i numeru telefonu.

 

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón