A A A

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða

Vegna viðhaldsvinnu í tengivirki verður rafmagnslaust í þéttbýli og dreifbýli Tálknafjarðar
frá kl. 01:00 til kl. 04:00 aðfaranótt fimmtudagsins 07. Nóvember.

Orkubú Vestfjarða

Íþróttahús og sundlaug lokar í kvöld 1.nóv klukkan 19:30

Íþróttahús og sundlaug lokar í kvöld vegna Útsvars í sjónvarpinu kl. 20:00 þar sem lið Tálknafjarðar keppir á móti Sandgerði. Hvetjum alla til að fjölmenna á Hópið og fylgjast með okkar liði.

kv. Palla Stína
 

 

Hópið opnar að nýju

Veitingastaðurinn Hópið í Tálknafirði opnar á ný föstudaginn 1.nóv.2013

Bein útsendin á RISASKJÁ frá viðureign Tálknafjarðarhrepps og Sandgerðis í sjónvarpsþættinum Útsvar, milli kl 20:00 og 21:10. Pizzuhlaðborð og tilboð á barnum. Opið frá: 18.00 til 01:00

 

Hefðbundinn matseðill byrjar laugardagskvöldið 2.nóv.2013 frá 18:00 til 01:00
 

Opið Mán-Fim frá 12:00 til 13:30 og 18:00 til 22:00
Opið Föstudaga frá 12:00 til 13:30 og 18:00 til 01:00
Opið Laugardaga frá 18.00 til 01:00 og Sunnudaga frá 18:00 til 22:00
 

Boltinn í beinni þegar það á við og verður það auglýst síðar.

Sími 456-2777
Hlökkum til að sjá ykkur
Starfsfólk Hópsins

Björgunarsveitin Tálkni gefur endurskinsmerki

Vignir og Lilja ásamt börnum úr barnaskólanum
Vignir og Lilja ásamt börnum úr barnaskólanum
1 af 2

Björgunarsveitin Tálkni færði börnum og starfsfólki í leikskóla og barnaskóla Hjallastefnunar á Tálknafirði endurskinsmerki og mun sveitin einnig færa eldri- borgurum endurskinsmerki þegar þau koma saman í nýju félagsmiðstöðinni. Það voru þau Vignir Arnarsson formaður og Lilja Magnúsdóttir ritari sveitarinar sem heimsóttu skólann og afhentu merkin. 

Íbúafundur

Bæjarstjórn Vesturbyggðar boðar til íbúafundar með íbúum sunnanverðra Vestfjarða og þingmönnum kjördæmisins um málefni Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar, 30. október kl. 18 í  Félagsheimili Patreksfjarðar.
 

Hvetjum alla til að mæta og sýna stuðning við þetta mikilvæga málefni sem varðar samfélagið allt.
 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar.

Fréttatilkynning vegna fyrirhugaðra sameiningu heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps mótmælir þeim hugmyndum sem komnar eru fram um sameiningu heilbrigðisstofnana  á Vestfjörðum.
 

Hreppsnefnd telur að ekki sé möguleiki að sameina umræddar stofnanir meðan samgöngur eru í ólestri. Framkomnar hugmyndir eru enn ein aðförin að íbúum á Vestfjörðum, þar sem öryggi íbúa með alla heilbrigðisþjónustu er ekki viðunandi. Því hvetur hreppsnefnd Tálknafjarðar ríkisvaldið til að endurskoða framkomnar hugmyndir.

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón