A A A

Þorrablót 2022

Þorrablótsnefnd hefur fundað.
Við stefnum á að halda okkar vinsæla þorrablót laugardaginn 22. janúar n.k.
Hljómsveitin Swizz mun halda uppi fjöri í dúndrandi dansi.
Tilkynnt hér með fyrirvara um Covid reglur snarversni ekki.
 
Nefndin


Íþrótta- og tómstundastyrkur til lágtekjuheimila

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um íþrótta-og tómstundastyrki til lágtekjuheimila. Um er að ræða aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2006 – 2015, og búa á tekjulágum heimilum.

 

Með tekjulágum heimilum er átt við heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru á meðaltali lægri en 787.200 kr. Á mánuði á tímabilinu mars til júní 2021.

Styrk skal greiða vegna útlags kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á haustönn 2021 og er veittur styrkur allt að 25.000 kr. Fyrir hvert barn sem hefur sama lögheimil og forráðamaður.

 

Allir styrkir eru greiddir fyrir 31.desember 2021.

Hægt er að sækja um styrkinn frá 29. Nóvember til 16. Desember.

 

Umsóknir fara í gegnum heimasíðu Vesturbyggðar og getur þú nálgast hana hér :

https://vesturbyggd.is/stjornsysla/utgafa-og-auglysingar/frettir/ithrotta-tomstundastyrkur-til-lagtekjuheimila-2/

 

Hægt er að hafa samband við Guðný Lilju, Íþrótta – og tómstundafulltrúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ef einhverjar spurningar vakna.

it@vesturbyggd.is

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 582. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 9. desember 2021. Fundurinn fer fram á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Dýralæknir á Tálknafirði

Fimmtudaginn 9. desember 2021 kl. 13:00-14:00 verður Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir á Tálknafirði með árlega hreinsun og bólusetningu. Hún verður með aðstöðu í Áhaldahúsi Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 50.
 

Þurfi frekari þjónustu dýralæknis er hægt að hafa samband við Sigríði í síma 861-4568 á milli kl. 10:00 og 12:00 á virkum dögum eða senda tölvupóst á netfangið sisvet@snerpa.is

 

Vegna covid-smita á sunnanverðum Vestfjörðum

Upp hafa komið fleiri smit á Patreksfirði sem tengjast fyrra hópsmiti. Samkvæmt núgildandi reglum er formleg sóttkví fimm dagar. Þrátt fyrir það er alltaf möguleiki á að smit greinist ekki við lok sóttkvíar og taki sig upp í kjölfarið. Það er því mikilvægt að fara varlega fyrstu dagana eftir að sóttkví lýkur og fara í sýnatöku við minnstu einkenni.

 

Næstu daga eru íbúar því hvattir til að fara sérstaklega varlega. Draga úr öllu samneyti í næstu viku og ekki vera fara á milli staða nema nauðsyn beri til. Þeir aðilar sem hyggjast standa fyrir viðburðum í næstu viku eru hvattir til að að fresta þeim í að minnsta kosti um viku, til að koma í veg fyrir að hópsmitið muni teygja sig inn í jólahátíðina.

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði er á óvissustigi til og með 8. desember nk. Þrátt fyrir það þá fara fram sýnatökur og eru íbúar kvattir til að skrá sig í sýnatöku. Þá er ekki mælt með því að notuð séu hraðpróf eða heimapróf við þessar aðstæður þar sem þau geta veitt falskt öryggi. Þá eru íbúar sem eru að koma frá höfuðborgarsvæðinu eða erlendis frá beðnir um að fara sérstaklega varlega og mæta í sýnatöku.

 

Tálknafjarðarhreppur hvetur svo alla foreldra og forráðamenn að senda börn sín ekki í leik- og grunnskóla ef minnstu einkenni eru og skrá sig í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.

 

Gætum að sóttvörnum, virðum sóttkví og saman komumst við í gegnum þetta.

 

Niðurstaða valkostargreiningar sameiningarkosta

Á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var skýrsla RR-ráðgjafar vegna vinnu við valkostagreiningu sameiningarkosta Tálknafjarðarhrepps lögð fram. Skýrslan er aðgengileg hér.

 

Á fundinum bókaði sveitarstjórn þakkir til starfmanna RR-ráðgjafar og starfsmanna Tálknafjarðarhrepps sem og þeirra fjölmörgu íbúa sem þátt í íbúafundi fyrir samstarfið í vinnunni við valkostagreininguna.

 

Vegna vinnu við valkostagreininguna var myndaður verkefnishópur sem vann að verkefninu í virku samráði við starfsfólk Tálknafjarðarhrepps og íbúa. Verkefnishópurinn lagði mat á mismunandi valkosti og ákvað að kynna fimm þeirra á íbúafundi. Afgerandi meirihluti þátttakenda á íbúafundi sagðist vilja að Tálknafjarðarhreppur hefji sameiningarviðræður.

 

Í nýlega samþykktum breytingum á sveitarstjórnarlögum er stefnt að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki undir 1.000 íbúum eftir sveitarstjórnarkosningar 2026, eða 250 íbúum frá sveitarstjórnarkosningum 2022.

 

Í ljósi ábendinga sem fram komu á íbúafundi og samskipta kjörinna fulltrúa við fulltrúa annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum telur sveitarstjórn eðlilegt að leita eftir afstöðu þeirra sveitarfélaga sem eru líkleg til að þurfa að taka tillit til nýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga fyrir árið 2026, þ.e. Árneshrepps, Bolungarvíkurkaupstaðar, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Súðavíkurhrepps og Vesturbyggðar.

 

Sameinist þessi sveitarfélög í eitt verður til rúmlega 3.300 íbúa sveitarfélag með nokkra byggðakjarna, sem hefur betri forsendur til að berjast fyrir hagsmunum íbúa og takast á við krefjandi verkefni. Að mati sveitarstjórnar eru forsendur þess að landstórt sveitarfélag með fjölda byggðakjarna geti orðið sterk eining að settar verði á fót heimastjórnir á sambærilegum forsendum og í Múlaþingi.

 

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að fela sveitarstjóra að senda ofangreindum sveitarfélögum erindi og óska eftir afstöðu sveitarstjórna til þess að hefja óformlegar viðræður sveitarfélaganna.

 

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón