A A A

Verkalýðsfélag Vestfirðinga auglýsir eftir þjónustufulltrúa

Verkalýðsfélag Vestfirðinga/Verk Vest auglýsir eftir þjónustufulltrúa til félagsins með starfsstöð á Patreksfirði.

Um er að ræða 87% starfshlutfall með vinnutíma frá kl.09:00 alla virka daga á starfsstöð félagsins á Patreksfirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember 2021.

Höfum ákveðið að framlengja umsóknarfrest til 15. október 2021.
 

Ábyrgðasvið:

  • Almenn þjónusta við félagsmenn

  • Aðstoð í vinnuréttindamálum

  • Umsjón netmiðlum félagsins

  • Aðstoð við skýrslugerð

  • Aðstoð við innheimtu og rafrænum skráningum

  • Símsvörun og önnur tilfallandi skrifstofustörf

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi – (Stúdentspróf eða hagný menntun sem nýtist í starfi )

  • Reynsla af uppgjörsvinnu, skýrslugerð og afstemmingum er kostur

  • Þekking á Dk bókhaldskerfi er kostur

  • Gott vald á íslensku. Önnur tungumál t.d. enska og pólska kostur

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum mikilvægur kostur

  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund skilyrði

Upplýsingar veita:

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður og framkv.stjóri Verk Vest finnbogi@verkvest.is og Bergvin Eyþórsson, varaformaður og skrifstofustjóri bergvin@verkvest.is
 

Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sendar á finnbogi@verkvest.is

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

Dagana 4. til 5. október fer fram skimun fyrir brjóstakrabbameini á heilsugæslunni á Patreksfirði.

Pantaðu tíma í síma 513-6700 ef þú hefur fengið bréf frá okkur.
Opið er fyrir bókanir alla virka daga kl. 08:30-12:00

Með því að taka þátt í brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og þannig draga verulega úr dánartíðni vegna sjúkdómsins. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því að skimun er aldrei 100% örugg í að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi.

Á heimasíðu Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana er að finna frekari upplýsingar um skimanir og á heimasíðu embætti landlæknis eru bæklingar bæði um legháls- og brjóstaskimanir á nokkrum tungumálum.

Við hvetjum allar konur til að taka þátt í skimun.

Sérstök atkvæðagreiðsla á Vestfjörðum fyrir þá sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID 19 farsóttarinnar

Ákveðið hefur verið að kjósendur á Vestfjörðum sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID 19 farsóttarinnar geti, líkt og kjósendur annars staðar á landinu, greitt atkvæði við Alþingiskosningarnar 25. september nk. á dvalarstað sínum eða sérstökum kjörstöðum þar sem atkvæðagreiðsla fer fram í lokaðri bifreið til að tryggja sóttvarnir.
 

Í nýrri reglugerð sem um þetta gildir, reglugerð nr. 1033/2021 um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna sóttkvíar eða einangrunar vegna Covid 19 farsóttarinnar, sem gefin var út 14. september sl., kemur m.a. fram að kjósandi sem er í sóttkví eða einangrun teljist hvorki fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt né undirrita fylgibréf og því skuli kjörstjóri veita honum aðstoð við það án þess að nokkur annar sjái.

 

Atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstað fer fram sem hér segir:


Ísafjörður, skoðunarstöð Frumherja, Skeiði, Ísafirði

Fimmtudaginn 23. september kl.  16:15 – 17:15.

Laugardaginn  25. september kl. 11:00 – 12:00.

 

Hólmavík, lögreglustöðin, Skeiði 2, Hólmavík

Fimmtudaginn 23. september kl.  14:00 - 15:00.

Laugardaginn  25. september kl. 11:00 - 12:00.

 

Patreksfjörður,  slökkvistöðin, Þórsgötu 7, Patreksfirði

Fimmtudaginn 23. september kl. 14:00 - 15:00.

Laugardaginn  25. september kl. 11:00 - 12:00.

 

Um atkvæðagreiðsluna gilda svohjóðandi reglur:

Óheimilt er að opna dyr eða glugga ökutækis og þurfa samskipti því að fara fram í gegn um rúðu bifreiðar-innar.  Að jafnaði er miðað við að ökumaður sé einn í bifreiðinni.

Kjósandi skal upplýsa kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.a.m. með því að sýna kjör­stjóra blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran.

 

Um atkvæðagreiðslu á dvalarstað gilda svohljóðandi reglur:

Ef kjósandi sem staddur er í umdæminu á þess ekki kost að koma á kjörstað í ökutæki getur hann sótt um að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Þarf hann þá að senda beiðni um að greiða atkvæði á dvalarstað sínum til sýslumanns í því umdæmi sem hann dvelur. Þeir sem dvelja á Vestfjörðum skulu senda  beiðni með tölvu­pósti til embættisins í netfangið vestfirdir@syslumenn.is eða með öðrum tryggum hætti og skal umsókn hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 10.00 á kjördag, sé dvalarstaður kjósanda í því kjördæmi sem hann á kosningarrétt í, en annars eigi síðar en kl. 10.00 tveimur dögum fyrir kjördag.

Í beiðni um að greiða atkvæði á dvalarstað skal koma fram:

  1. Dagsetning beiðni.
  2. Nafn, kennitala og lögheimili kjósanda.
  3. Upplýsingar um dvalarstað kjósanda.
  4. Upplýsingar um hvort kjósandi sé í sóttkví eða einangrun.
  5. Upplýsingar um hvers vegna kjósanda, sem er í sóttkví, sé ókleift að greiða atkvæði á sér­stökum kjörstað fyrir þá sem eru í sóttkví eða einangrun.
  6. Upplýsingar um hvort kjósandi óski aðstoðar fulltrúa sem hann hefur valið sjálfur við atkvæða­­greiðsluna, hver sá fulltrúi sé og undirritað þagnarheit hans skal fylgja með.

 

Beiðni skal fylgja staðfesting sóttvarnayfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sótt­kví fram yfir kjördag.

Með þessu fyrirkomulagi á að vera tryggt að allir sem eru í sóttkví eða einangurn vegna Covid19 farsóttarinnar geti neytt atkvæðisréttar síns.

 

Ýmsar frekari upplýsingar má finna á vef stjórnarráðsins á slóðunum kosning.is og covidkosning2021.is .

Upplýsingar er einnig að finna á vef sýslumanna á slóðinni https://island.is/s/syslumenn/kosningar

Ísafirði, 22. september 2021.

 

Jónas B. Guðmundsson
sýslumaður

Alþing­is­kosn­ingar 2021 - Upplýs­ingar um kjör­fund, viðmið­un­ardag kjör­skrár og kosn­inga­rétt

Á Tálknafirði fer kjörfundur fram laugardaginn 25. september 2021 í Tálknafjarðarskóla. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 18:00.

 

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, Tálknafirði. Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá á vefnum www.skra.is.

Viðmiðunardagur kjörskrár var 21. ágúst 2021.

 

Kosningarétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili hér á landi. Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri og flutt hafa erlendis eiga kosningarétt í átta ár frá flutningnum. Eftir þann tíma þurfa þessir aðilar að sækja um að vera teknir á kjörskrá hjá Þjóðskrá Íslands. Ef viðkomandi er ekki með gilda umsókn, átta ár eða meira eru liðin frá flutningi og engin umsókn barst Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember 2020 er viðkomandi ekki á kjörskrá.

 

Nánari upplýsingar eru á vefnum www.kosning.is

 

Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér, svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar.

 

Kjörstjórn óskar eftir að kjósendur taki ekki með sér síma eða önnur ljósmyndatæki inn í kjörklefa þar sem það er óheimilt að ljósmynda kjörseðil og varðar sektum ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs eða hefur kosið.

 

Kjörstjórn verður til húsa á kjörstað á kjördegi.

 

Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps,

  Lilja Magnúsdóttir, formaður

  Pálína Kr. Hermannsdóttir

  Sigurvin Hreiðarsson

Fjallskila­seðill og leið­bein­ingar um göngur og réttir 2021

Vest­ur­byggð og Tálkna­fjarða­hreppur hafa nú gefið út fjallskila­seðil fyrir árið 2021 og er hann birtur hér. Seðillinn hefur einnig verið sendur í pósti.

Frestur til að gera athugasemdir við fjallskilaseðilinn var til 6. september sl. og ekki bárust athugasemdir við seðilinn.
 

Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem auglýst er í B- deild Stjórnartíðinda. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar áréttar að fara verður eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út um göngur og réttir vegna Covid-19 og aðgengilegar eru hér: https://www.bondi.is/files/22_covid19-_-gongur-og-rettir-_-leidbeiningar-_-03.09.2021.pdf
 

Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv. beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd. Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.



Framtíðarsýn í fiskeldi

Fundir um framtíðarsýn í fiskeldi á Vestfjörðum verða haldnir 20. og 21. september. Á fundunum verður Samfélagssáttmáli og framtíðarsýn fyrirtækja í fiskeldi á Vestfjörðum til umfjöllunar auk þess sem þar verður vettvangur til að ræða þróun atvinnugreinarinnar frá öllum hliðum.
 

Sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð undirrituðu samfélagssáttmála um fiskeldi 15. júlí 2021 sem unnið var að í samstarfi við Vestfjarðastofu. Tilgangur sáttmálans er að standa sameiginlega að hagsmungæslu í fiskeldi og tengdum atvinnugreinum á Vestfjörðum með að markmiði að efla atvinnu- og mannlíf með heildarhagsmuni Vestfjarða að leiðarljósi.

Fundirnir eru öllum opnir en vegna sóttvarnareglna er mikilvægt að skrá sig á fundina á heimasíðu Vestfjarðastofu.

 

20. september kl. 19:30 - Félagheimili Patreksfjarðar
Fundarstjóri – Ólafur Sveinn Jóhannesson
 
21. september kl. 19:30 - Edinborgarhúsinu Ísafirði
Fundarstjóri – Héðinn Unnsteinsson
 

Dagskrá

  • Ávarp

  • Kynning á samfélagssáttmála um fiskeldi

  • Kynning á skýrslu KPMG um greiningu á áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum

  • Erindi frá Hafrannsóknarstofnun

  • Erindi frá Matvælastofnun

  • Erindi um stöðu fiskeldis á Vestfjörðum

  • Kynningar frá fyrirtækjum tengdum fiskeldi

  • Pallborðsumræður

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón